Tækju Flynn aftur með opnum örmum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:25 Mike Pence, varaforseti, (t.v.) með Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, (t.h.) í febrúar árið 2017. Flynn entist innan við mánuð í starfi, skemur en nokkur annar þjóðaröryggisráðgjafi. Ástæðan fyrir afsögninni var sögð sú að hann laug að Pence og alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Vísir/EPA Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega. Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega.
Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54