Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 11. maí 2020 19:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun