Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar Guðný Friðriksdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun