Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 15:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir afléttingar á ferðatakmörkunum á fundi í Safnahúsinu nú klukkan þrjú. Í baksýn eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu. Á fundinum kom einnig fram að Grænland og Færeyjar hafi verið tekin af lista yfir hááhættusvæði og nýjar reglur um útvíkkaða sóttkví fyrir þá sem hingað koma til starfa í afmörkuð verkefni taka gildi á föstudag. Blaðamannafundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 í dag. Boðað var að þar yrðu kynntar afléttingar á ferðatakmörkunun, sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins frá því í mars. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví. Klippa: Ríkisstjórnin kynnir afléttingu ferðatakmarkana Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs Auk áðurnefndrar niðurstöðu úr skimun á Keflavíkurflugvelli er gert er ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum. Grænland og Færeyjar tekin af listanum Katrín kynnti einnig á fundinum nú klukkan þrjú að sóttvarnalæknir hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví frá og með 15. maí, þ.e. næsta föstudag. Sú sóttkví verði útvíkkun á því sem hefur verið kallað Sóttkví B og mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni, svo sem kvikmyndagerðafólk, fréttamenn, vísindamenn og íþróttafólk. Nánari upplýsingar um Sóttkví B má nálgast hér. Þá hefur heilbrigðisráðherra fallist á tillögu þess efnis að taka Færeyjar og Grænland, þar sem veiran hefur ekki greinst lengi, af lista yfir hááhættusvæði. Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði, sem hingað til hafa verið öll lönd, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Tilslakanir verða þannig gerðar á reglum um sóttkví fyrir þá sem koma frá Grænlandi og Færeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29
Fólki í sóttkví fjölgar um 133 Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. 12. maí 2020 13:02