Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 19:48 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir í þágu námsmanna á blaðamannafundi í HR í dag. Vísir/Vilhelm Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan. Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan.
Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46
Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14