Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2020 16:03 Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira