Öndum rólega og þvoum okkur um hendurnar Drífa Snædal skrifar 6. mars 2020 12:00 Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Wuhan-veiran Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun