Það var létt yfir mönnum í Domino‘s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem keppt var í spurningakeppni úr smiðju þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar.
Jón Halldór Eðvaldsson og Sævar Sævarsson mynduðu Suðurnesjaúrvalið og kepptu við Vesturbæjarúrvalið, sem Fannar Ólafsson og Benedikt Guðmundsson skipuðu.
Byrjað var á hraðaspurningum og má sjá frammistöðu liðanna hér að neðan.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.