Hvað verður eftir á Íslandi? Freyr Frostason skrifar 6. apríl 2020 15:46 Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson skrifar Skoðun Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig? Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum. Taprekstur í meira en 30 ár Samkvæmt nýjasta birta ársreikningi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hagnaðist félagið um 700 milljón krónur árið 2018. Samtals hefur hagnaður félagsins frá 2013 til 2018 verið 5,6 milljarðar. Af þessum góða rekstri hefur Loðnuvinnslan greitt lögbundinn tekjuskatt til samneyslu landsmanna. Rétt er að taka fram að starfsemi fyrirtækisins er mun víðfemari en svo að hún snúist bara um loðnuveiðar. En hvernig skildi staðan vera í sjókvíaeldinu, sem Jens Garðar var að tala um? Þar hafa fyrirtæki sem stunda þann iðnað aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Við skulum athuga að sjókvíaeldi hefur verið við Ísland í meira en þrjátíu ár. Þessi iðnaður hefur hrunið hér tvisvar og það með margra milljarða króna tjóni fyrir sjóði og bankastofnanir sem þá voru í eigu almennings. Elsta starfandi sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009 og hefur hlaðið upp svo miklu tapi að vandséð er að það greiði hér tekjuskatt á næstu árum. Skólp frá 240.000 manns í Fáskrúðsfirði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur mótmælti með kröftugum hætti áætlunum um að auka sjókvíaeldi í firðinum, meðal annars á þeim forsendum að hreinn sjór sé undirstaða starfseminnar. Benti fyrirtækið á að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til við framleiðslu á einu tonni af laxi úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. Þannig myndi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði jafngilda því að skólpi frá 120.000 manna byggð yrði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Þessa tölu má því miður margfalda með tveimur því samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er ígildi tonns af eldislaxi í sjókvíum í raun á við skólp frá sextán manns, en ekki átta eins og Landssamband fiskeldisstöðva reyndi að halda fram. Mengunin í Fáskrúðsfirði yrði því á við 240.000 manns Rangfærslur sjókvíaeldisins um íslenskar sjávarafurðir Nú hefði maður haldið að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) myndu vilja bakka upp þau verðmætaskapandi fyrirtæki innan sinna raða sem sjókvíaeldismaðurinn Jens Garðar kýs að bera sinn iðnað saman við, en nú vill svo til að frá SFS heyrist ekki hósti né stuna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sjókvíaeldisiðnaðurinn vegur að íslenskum sjávarútvegi án þess að fyrir það hafi verið svarað. Í fyrra lét Landssamband fiskeldisstöðva (LF) mikið með útreikninga á kolefnisfótspori sjókvíaeldisins, sem það hafði keypt af íslensku fyrirtæki. Var því haldið fram að kolefnisfótspor framleiðslunnar væri álíka og af veiðum á villtum fiski. Samkvæmt virtu norsku rannsóknarfyrirtæki (SINTEF), sem hefur unnið sömu útreikninga um árabil, er kolefnisfótspor sjókvíaeldislaxins hins vegar fimm sinnum hærra en af veiðum á þorski og rúmlega tvöfalt hærra en kom fram í tölum LF. Dapurlegt var að fylgjast með SFS og íslenskum sjávarútvegi sitja þegjandi undir þessum rangfærslum í stað þess að standa með sínum aðferðum og afurðum. SFS hefur markað sér metnaðarfulla umhverfisstefnu þar sem þungamiðjan er sjálfbær nýting fiskistofna og samdráttur í notkun olíu, einmitt til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er ekki heppilegt að hjá SFS er einmitt Jens Garðar formaður stjórnar og vinnuveitendur hans eru norskir eigendur Laxa fiskeldis ehf. sem eru í samkeppni við íslenskan sjávarútveg á alþjóðlegum mörkuðum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar
Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun