„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 22:00 Sigurbjörn Grétar Eggertsson ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Blak Sportið í dag Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Blak Sportið í dag Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira