Erlendir nemendur á óvissutímum Derek Terell Allen skrifar 14. maí 2020 15:31 Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Derek T. Allen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun