ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2020 19:20 Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér. Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent