Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 19:24 Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, greindi frá þessu í beinni útsendingu í kvöld. skjáskot Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36
Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20