Vill að Danmörk opni hraðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 22:30 Lars Løkke Rasmussen hefur tvívegis gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur. vísir/epa Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48