Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir laun æðstu embættismanna fylgja almennri launaþróun stöð 2 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag. Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag.
Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00