Páskaferðalangar hvattir til að fylgjast með veðurspám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:47 Almannavarnir hafa hvatt gegn ferðalögum þessa páskana, til þess að hlífa heilbrigðiskerfinu fyrir auknu álagi. Vísir/Vilhelm Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss. Páskar Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Sjá meira
Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss.
Páskar Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Sjá meira