Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að Söndru og fjörur vaktaðar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar nú að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem saknað hefur verið síðan á skírdag. Þyrlan fór í loftið um hádegisbil og á að leita við strandleggjuna frá Gróttu og suður fyrir Álftanes. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Bíll Söndru fannst á Álftanesi og leituðu björgunarsveitarmenn hennar þar í gær fram eftir degi.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk vakti fjörur í dag og nýti dróna til leitar. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×