Sport

Dagskráin í dag: Sportið í dag og Rússagull í boði Rikka G

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá í dag.
Sportið í dag er á dagskrá í dag. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport

Það verður sitt lítið af hverju sem verður á Stöð 2 Sport í dag. Ýmsir fréttaþættir, klassískir Meistaradeildarleikir, frábærir íslenskir knattspyrnu- og körfuboltaleikir. Þá snúa Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson aftur á skjáinn með Sportið í dag. Ríkharð Óskar Guðnason sér um Sportið í kvöld þar sem hann fær góða gesti frá Rússlandi.

Stöð 2 Sport 2

Það verður handboltaþema á Stöð 2 Sport 2 í dag. Úrslitaeinvígi Olís-deildanna frá árinu 2018 eiga Stöð 2 Sport 2 í dag.

Stöð 2 Sport 3

Það verður körfuboltaþema á Stöð 2 Sport 3 í dag. Úrslitaeinvígi Dominos-deildanna frá árinu 2018 eiga Stöð 2 Sport 3 í dag.

Stöð 2 eSport

GT kappakstur, Lenovo-deildin og svo margt fleira má finna á rafíþróttastöð Stöð 2 í dag.

Stöð 2 Golf

Það helsta frá ferli Tiger Woods og útsendingar frá Augusta-meistaramótinu árið 2019 er á dagskrá Stöð 2 Golf í dag.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×