Víðir ánægður með páskana en boðar hænuskref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:18 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“ Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Ýmsir lögðu leið sína um Suðurland um páskana.Vísir/vilhelm Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira