Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 12:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“ Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“
Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira