Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 13:39 Herjólfsdalur þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um Verslunarmannahelgina ár hvert. Breyting gæti orðið á í ár. Vísir/SigurjónÓ Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Ráðherra segir mikilvægt að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar hafi þetta bak við eyrað. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Fjöldamörk samkomubannsins verða meðal annars hækkuð úr 20 í 50 manns en nánar má lesa um hvaða takmörkunum verður aflétt fyrst um sinn hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og Ölmu Möller, landlækni.Vísir/Vilhelm Skrefin taka gildi 4. maí en á fundinum var heilbrigðisráðherra spurð út í hvað tæki við þegar fram liggja stundir, meðal annars með tilliti til fjöldasamkoma og hátíðarhalda í sumar þar sem búast má við að fjöldi fólks komi saman. Þannig kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis, sem aðgerðirnar sem kynntar voru í dag byggja á, að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns að minnsta kosti út ágúst. Sú tillaga er þó ekki hluti af þeim afléttingum sem taka gildi 4. maí. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra aðspurð um þetta atriði. Sagði hún að þrátt fyrir að ekki væri tímabært að ræða nákvæmlega hvað yrði hluti af frekar afléttingum samkomubannsis í sumar væri þessi fjöldatakmörkun á stóra viðburði á meðal þess sem sóttvarnarlæknir gerði ráð fyrir að leggja til við ráðherra. „Honum fannst samt eðlilegt og ekki síst í ljósi þess að það eru margir að skipuleggja stórar samkomur að láta þetta fylgja í minnisblaðinu sem svona útgangspunkt sem hann er að vinna út frá nákvæmnlega núna að hann telur líklegt að hann muni leggja á mitt borð þegar fram líða stundir,“ sagði Svandís. Ljóst er að ef sett verður tvö þúsund manna fjöldatakmörkun á stóra viðburði í sumar munu hátíðarhöld um Verslunarmannahelgina, svo sem Þjóðhátíð í Eyjum, og stór íþróttamót fyrir krakka, ekki geta farið fram í óbreyttri mynd frá fyrri árum. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að hugsa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira