Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 15:15 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/Philip Davali Ríkisstjórn Danmerkur er tilbúin til að létta á félagsforðun þar í landi, fyrr en til stóð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. Hún er þó ekki tilbúin til að segja hvað standi til að opna og segir að til standi að ræða það við forsvarsmenn þingflokkanna. Þær viðræður hefjast í kvöld. Skólar verða að miklu leyti opnaðir á nýjan leik á morgun. Til stóð að kaffihús, hárgreiðslustofur og slíkt mætti opna þann 10. maí næstkomandi og var það tilkynnt í síðustu viku. Frederiksen vill nú flýta því. Hún sagði í dag að enn yrði forgangur á forvarnir enn aðgerðunum væri ætlað að styrkja efnahag Danmerkur í sessi og tryggja störf. Stigið yrði rólega og varlega til jarðar í þessum málum. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hefur í Danmörku minnst 6.691 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og hafa minnst 299 dáið. Frederiksen var spurð að því í dag hvort ríkisstjórn hennar hefði brugðist of hart við og gripið til of umfangsmikilla aðgerða. Hún tók alls ekki undir það. Hún sagði stöðuna víðast hvar ekki jafn góða og í Danmörku og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi líklegast bjargað mannslífum. Hún sagði að samkomulag Dana um félagsforðun hafa borið betri árangur en vonast hafi verið eftir. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur er tilbúin til að létta á félagsforðun þar í landi, fyrr en til stóð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. Hún er þó ekki tilbúin til að segja hvað standi til að opna og segir að til standi að ræða það við forsvarsmenn þingflokkanna. Þær viðræður hefjast í kvöld. Skólar verða að miklu leyti opnaðir á nýjan leik á morgun. Til stóð að kaffihús, hárgreiðslustofur og slíkt mætti opna þann 10. maí næstkomandi og var það tilkynnt í síðustu viku. Frederiksen vill nú flýta því. Hún sagði í dag að enn yrði forgangur á forvarnir enn aðgerðunum væri ætlað að styrkja efnahag Danmerkur í sessi og tryggja störf. Stigið yrði rólega og varlega til jarðar í þessum málum. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hefur í Danmörku minnst 6.691 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og hafa minnst 299 dáið. Frederiksen var spurð að því í dag hvort ríkisstjórn hennar hefði brugðist of hart við og gripið til of umfangsmikilla aðgerða. Hún tók alls ekki undir það. Hún sagði stöðuna víðast hvar ekki jafn góða og í Danmörku og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi líklegast bjargað mannslífum. Hún sagði að samkomulag Dana um félagsforðun hafa borið betri árangur en vonast hafi verið eftir.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48