Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Halldór Karl Þórsson um að stýra báðum meistaraflokksliðum félagsins auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka.
Halldór Karl var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni á síðustu leiktíð og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, sem var með Fal Harðarson sem aðalþjálfara.
Undir stjórn Halldórs vann kvennalið Fjölnis sér sæti í Domino‘s-deildinni á næstu leiktíð. Karlaliðið féll hins vegar niður í 1. deild.