Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Icelandair skrifaði í nótt undir fimm ára kjarasamning við flugmenn félagsins. Samningurinn er sagður gríðarlega mikilvægur fyrir komandi hlutafjárútborð félagsins sem rær nú lífróður. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Aðeins fjórir hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn í maí af um sjö þúsund prófum sem tekin hafa verið. Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda á næstunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Ríkisstjórnin afgreiddi frumvörp um framhald hlutabótaleiðarinnar, stuðning við fyrirtæki við uppsagnir og aðgerðir til að stoppa kennitöluflakk í dag. Forsætisráðherra segir mögulegt að Alþingi verði á bakvakt í sumar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við óvirkan spilafíkil sem telur að setja eigi tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassa. Áætlað er að á bilinu 750 til 2000 manns stundi þá hér á landi. Samkvæmt nýrri könnun er eindreginn stuðningur í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar og er mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×