Að ferðast í huganum Elinóra Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2020 09:00 Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun