Að ferðast í huganum Elinóra Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2020 09:00 Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun