APRÍL – alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum Sigríður Björnsdóttir skrifar 16. apríl 2020 12:30 Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun