Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 12:43 Jarðstrengir á keflum við gangamunnann Dýrafjarðarmegin biðu þess í gær að verða lagðir inn í göngin. Þeir munu í framtíðinni flytja raforku Mjólkárvirkjunar til byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd/Baldvin Jónbjarnarson, Eflu. Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira