Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Læknir við Landspítalann er afar gagnrýninn á að hleypa eigi ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi. Hann segir áætlun stjórnvalda um að opna landamærin setta fram án þess að athuga hvort hún sé framkvæmanleg.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Forseti ASÍ vill ekki undanskilja fámenn fyrirtæki frá birtingu lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Mikilvægt sé að birta upplýsingarnar til að koma í veg fyrir misnotkun. Forstjóri Vinnumálastofnunar hefur viðrað efasemdir um að birta eigi nöfn lítilla fyrirtækja á listanum.

Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður farið yfir fyrirkomulagið í sundlaugum eftir opnun á miðnætti á sunnudag, hugmyndir Hríseyinga um auka ferðaþjónustu í eynni og áskorun sem gengur nú hestamanna á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×