Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna