Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 18. maí 2020 08:00 Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. Fram kemur að þessi hópur hafi hingað til gjarnan fengið vistun á hjúkrunarheimilum með eldra fólki sem hefur allt aðrar þarfir. Samkvæmt velferðarráði Kópavogs hafa á undanförnum árum komið fram óskir um sólarhringsþjónustu sem staðsett væri á öðrum stað en þar sem eldra fólk er vistað. Jafnframt segir að sveitarfélögin hafi um þessar mundir vera að innleiða NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og að það sé úrræði sem henti ekki öllum. (Sjá https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-serstok-hjukrunarrymi-fyrir-yngra-folk). Frumkvæðisskylda sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki Sveitarfélög bera samkvæmt lögum frumkvæðisskyldu gagnvart fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir. Það þýðir að sveitarfélagi ber að veita fötluðum umsækjanda upplýsingar um allar þær þjónustuleiðir sem hann á rétt á, (skv. 32. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir). Jafnframt, komi upp nýir möguleikar og réttindi, eins og t.d. NPA, ber sveitarfélagi að sýna frumkvæði og láta einstakling sem nú þegar hefur þjónustu úrræði, vita af þessum tiltekna nýja kosti. Undanfarið hefur NPA miðstöðin hins vegar fengið vitneskju um nokkur dæmi þess að umsækjendum um þjónustu í Kópavogi hafi eingöngu verið kynntir möguleikinn á hjúkrunarrými en ekki bent á rétt sinn á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) skv. lögum. Stofnanaúrræði fyrir ungt fólk Í ofangreindu ljósi vakna spurningar um á hverju óskir um stofnanarými fyrir ungt fólk byggjast. Ef fatlað fólk veit ekki af möguleikanum á NPA og er eingöngu kynntur möguleiki á hjúkrunarrými, þá myndast að sjálfsögðu uppblásin eftirspurn eftir stofnanaúrræðum. Ekki skal útiloka að einhverjir myndu kjósa búsetu á stofnun frekar en NPA sem þjónustuform. Það er réttur hvers og eins að velja. Ósk um vistun á stofnun fyrir ungt fólk, hlýtur hins vegar að vera byggð á fölskum forsendum, viti viðkomandi ekki af öllum möguleikum sem hann hefur rétt á, þar á meðal NPA. Sömuleiðis, ef þær óskir sem vísað er í komu fram á síðustu árum, þá má leiða að því líkur að sumar þeirra hafi verið bornar fram áður en lögfesting NPA náðist í gegn árið 2018. Aldraðir, börn og NPA Því ber að undirstrika að allir sem þurfa langvarandi þjónustu vegna fötlunar, eiga rétt á NPA aðstoð samkvæmt lögum, þar á meðal aldraðir og börn. Vissulega hefur ungt fólk aðrar þjónustuþarfir en fólk sem komið er á efri ár. Lausnin felst tæpast í uppbyggingu stofnanarýma fyrir ungt fólk, enda væri það í andstöðu við þá mannréttindasáttmála sem Ísland og flest öll ríki heims hafa undirritað. Lausnin og hið rétta samkvæmt lögum er að kynna ungu fólki alla sína valkosti og réttindi. Sveitarfélög sein að taka við sér Innleiðing NPA hófst sem valkvætt verkefni sveitarfélaga árið 2012 en eftir lögfestingu NPA árið 2018 ber þeim skylda til að veita NPA þjónustu til þeirra sem eiga rétt á henni. Nú tveimur árum eftir að NPA var lögfest og átta árum eftir að innleiðing hófst, er fatlað fólk orðið langþreytt á tali um innleiðingu enda eru öll verkfæri til staðar til að bjóða upp á þjónustuformið NPA. Sú spurning vaknar, hvort næst fjölmennasta sveitarfélag á landinu ætli að taka sér mörg ár í viðbót í innleiðingu og koma um leið í veg fyrir að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem þeim eru tryggðir með lögum. Fatlað fólk á rétt á því að velja þjónustuformið Svo virðist sem rík tilhneiging sé enn meðal sumra sveitarfélaga, að kynna fötluðu fólki vist á stofnun en láta hjá líða að kynna því NPA. Er það raunveruleg ósk ungs fólks að fara á stofnun? Eru sveitarfélög enn að innleiða hugmyndafræði stofnanavistunar þvert á lög og alþjóðlega sáttmála? Má ekki telja líklegt að ungt fólk kjósi frekar að fjármagn til NPA samninga sé aukið, frekar en að það sé nýtt í uppbyggingu úreldra stofnanaúrræða? Hefur verið haft samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess? Hugsanlega virðist leið stofnanavistunar hagkvæmari fyrir sveitarfélög þar sem þá færist hluti útgjalda frá þeim til ríkisins. Stofnanavistun er hins vegar ekki hagkvæmari ef horft er á heildarkostnaðinn, né fyrir samfélagið í heild. Fatlað fólk á rétt á því að velja það þjónustuform sem hentar því best. Þetta snýst ekki um rétt sveitarfélaga til að velja þá leið sem hentar sínu kerfi best. Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kópavogur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. Fram kemur að þessi hópur hafi hingað til gjarnan fengið vistun á hjúkrunarheimilum með eldra fólki sem hefur allt aðrar þarfir. Samkvæmt velferðarráði Kópavogs hafa á undanförnum árum komið fram óskir um sólarhringsþjónustu sem staðsett væri á öðrum stað en þar sem eldra fólk er vistað. Jafnframt segir að sveitarfélögin hafi um þessar mundir vera að innleiða NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og að það sé úrræði sem henti ekki öllum. (Sjá https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-serstok-hjukrunarrymi-fyrir-yngra-folk). Frumkvæðisskylda sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki Sveitarfélög bera samkvæmt lögum frumkvæðisskyldu gagnvart fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir. Það þýðir að sveitarfélagi ber að veita fötluðum umsækjanda upplýsingar um allar þær þjónustuleiðir sem hann á rétt á, (skv. 32. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir). Jafnframt, komi upp nýir möguleikar og réttindi, eins og t.d. NPA, ber sveitarfélagi að sýna frumkvæði og láta einstakling sem nú þegar hefur þjónustu úrræði, vita af þessum tiltekna nýja kosti. Undanfarið hefur NPA miðstöðin hins vegar fengið vitneskju um nokkur dæmi þess að umsækjendum um þjónustu í Kópavogi hafi eingöngu verið kynntir möguleikinn á hjúkrunarrými en ekki bent á rétt sinn á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) skv. lögum. Stofnanaúrræði fyrir ungt fólk Í ofangreindu ljósi vakna spurningar um á hverju óskir um stofnanarými fyrir ungt fólk byggjast. Ef fatlað fólk veit ekki af möguleikanum á NPA og er eingöngu kynntur möguleiki á hjúkrunarrými, þá myndast að sjálfsögðu uppblásin eftirspurn eftir stofnanaúrræðum. Ekki skal útiloka að einhverjir myndu kjósa búsetu á stofnun frekar en NPA sem þjónustuform. Það er réttur hvers og eins að velja. Ósk um vistun á stofnun fyrir ungt fólk, hlýtur hins vegar að vera byggð á fölskum forsendum, viti viðkomandi ekki af öllum möguleikum sem hann hefur rétt á, þar á meðal NPA. Sömuleiðis, ef þær óskir sem vísað er í komu fram á síðustu árum, þá má leiða að því líkur að sumar þeirra hafi verið bornar fram áður en lögfesting NPA náðist í gegn árið 2018. Aldraðir, börn og NPA Því ber að undirstrika að allir sem þurfa langvarandi þjónustu vegna fötlunar, eiga rétt á NPA aðstoð samkvæmt lögum, þar á meðal aldraðir og börn. Vissulega hefur ungt fólk aðrar þjónustuþarfir en fólk sem komið er á efri ár. Lausnin felst tæpast í uppbyggingu stofnanarýma fyrir ungt fólk, enda væri það í andstöðu við þá mannréttindasáttmála sem Ísland og flest öll ríki heims hafa undirritað. Lausnin og hið rétta samkvæmt lögum er að kynna ungu fólki alla sína valkosti og réttindi. Sveitarfélög sein að taka við sér Innleiðing NPA hófst sem valkvætt verkefni sveitarfélaga árið 2012 en eftir lögfestingu NPA árið 2018 ber þeim skylda til að veita NPA þjónustu til þeirra sem eiga rétt á henni. Nú tveimur árum eftir að NPA var lögfest og átta árum eftir að innleiðing hófst, er fatlað fólk orðið langþreytt á tali um innleiðingu enda eru öll verkfæri til staðar til að bjóða upp á þjónustuformið NPA. Sú spurning vaknar, hvort næst fjölmennasta sveitarfélag á landinu ætli að taka sér mörg ár í viðbót í innleiðingu og koma um leið í veg fyrir að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem þeim eru tryggðir með lögum. Fatlað fólk á rétt á því að velja þjónustuformið Svo virðist sem rík tilhneiging sé enn meðal sumra sveitarfélaga, að kynna fötluðu fólki vist á stofnun en láta hjá líða að kynna því NPA. Er það raunveruleg ósk ungs fólks að fara á stofnun? Eru sveitarfélög enn að innleiða hugmyndafræði stofnanavistunar þvert á lög og alþjóðlega sáttmála? Má ekki telja líklegt að ungt fólk kjósi frekar að fjármagn til NPA samninga sé aukið, frekar en að það sé nýtt í uppbyggingu úreldra stofnanaúrræða? Hefur verið haft samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess? Hugsanlega virðist leið stofnanavistunar hagkvæmari fyrir sveitarfélög þar sem þá færist hluti útgjalda frá þeim til ríkisins. Stofnanavistun er hins vegar ekki hagkvæmari ef horft er á heildarkostnaðinn, né fyrir samfélagið í heild. Fatlað fólk á rétt á því að velja það þjónustuform sem hentar því best. Þetta snýst ekki um rétt sveitarfélaga til að velja þá leið sem hentar sínu kerfi best. Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun