Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 18:28 Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. VÍSIR/GETTY Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira