Útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á undirritun kjarasamninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 12:12 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir/Jóhann Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira