Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 10:22 Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28