„Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 15:11 Alma Möller landlæknir, til vinstri, og María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, til hægri. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20
Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19
Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59