Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 12:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður á sínum stað á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37
Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent