Bjóða fólki að læra nýsköpun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 17:44 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Námskeiðið fjallar um þróun á hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu, hvernig gera á fjárhagsáætlun, fara í gegnum hönnunarsprett, prófa vöruna og fjármagna hana. Samkvæmt vef HR er þetta stærsta námskeiðið sem kennt er við skólann. Efnið má nálgast hér á vef HR. Námskeiðið tekur þrjár vikur og lauk því á síðasta föstudag. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu eftir störf í Kísildalnum í Kaliforníu til dæmis hjá Apple og Google. Með honum voru Hrefna S. Briem, sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu og aðrir reynslumiklir leiðbeinendur. Á því þróuðu 112 hópar nemenda úr öllum deildum skólans nýsköpunarhugmyndir. Healie-hópurinn bar sigur úr býtum. Healie-hópurinn. Andri Snær Sævarsson (efst til vinstri), Ásgeir Ingi Valtýsson (efst til hægri), Arnar Ólafsson (neðst til vinstri), Anný Hermannsdóttir ( neðst til hægri), Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir (litla myndin neðst í hægra horninu). Í lok námskeiðsins voru fjórar bestu hugmyndirnar valdar en þær þurfa að hafa verið útfærðar með góðri viðskiptaáætlun og notendaprófunum. Hópurinn í fyrsta sæti hlýtur að verðlaunum kr. 300.000.- sem nýta má til að þróa hugmyndina áfram, auk þess að hljóta Guðfinnuverðlaunin svokölluðu og verða fulltrúi HR í alþjóðlegri frumkvöðlakeppni háskólanema. 1. Sæti: App fyrir læknismeðferð Í fyrsta sæti árið 2020 var nemendahópurinn á bak við Healie, hugbúnað sem tekur saman mikilvæga þætti í sjúkdómsmeðferð og heldur t.d. utan um lyf, einkenni, mataræði, svefn, hreyfingu og lífsmörk. Hægt er að tengja hugbúnaðinn við snjalltæki eins og heilsuúr og fá þannig enn betri raungögn. 2. sæti: Styttri skjátíma barna Í öðru sæti var forritið Geisli fyrir snjalltæki og leikjatölvur þar sem foreldrar geta sett fram verkefni fyrir börnin sín hvort sem það eru heimilisstörf, heimaverkefni eða önnur verkefni. Geisli takmarkar virkni tækja þar til að barnið klárar verkefni dagsins og að launum fær það ákveðið magn af skjátíma til afþreyingar. 3. sæti: Betri endurvinnsluílát fyrir heimilin Í þriðja sæti var hópurinn á bak við Gaia sem settu fram nýja lausn fyrir flokkun á heimilum. Hjá Gaia pantar viðskiptavinurinn fyrsta flokks endurvinnslutunnur eftir sínum þörfum sem passar fyrir heimilið, neyslu þess og rými til afnota. Hægt er að stækka „endurvinnsluhornið” í gegnum vef fyrirtækisins og bæta endurvinnslueiningum við þá tunnu sem er til fyrir. 4. sæti: Iðnvottuð NFC pilla á vinnuvélar sem má lesa með farsíma eða spjaldtölvu Hópurinn í fjórða sæti þróaði hugmynd að UteamUP Horizon, forriti sem sameinar mikilvæga verkferla til að halda vélbúnaði í hámarks nýtingu, lágmarka bilanatíma og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi. Það sem UteamUp bætir við önnur viðhaldsforrit er m.a. iðnvottuð NFC pilla sem er fest á vélina og lesin af IOS eða Android með síma eða spjaldtölvu. Viðhaldsaðilar hafa þannig auðvelt aðgengi að margskonar upplýsingum um viðkomandi tæki, svo sem rafmagns- og varahlutateikningar, fyrirliggjandi viðhaldsbeiðnir, áætlað viðhald og lagerstöðu fyrir viðkomandi varahluti Skóla - og menntamál Nýsköpun Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Námskeiðið fjallar um þróun á hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu, hvernig gera á fjárhagsáætlun, fara í gegnum hönnunarsprett, prófa vöruna og fjármagna hana. Samkvæmt vef HR er þetta stærsta námskeiðið sem kennt er við skólann. Efnið má nálgast hér á vef HR. Námskeiðið tekur þrjár vikur og lauk því á síðasta föstudag. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu eftir störf í Kísildalnum í Kaliforníu til dæmis hjá Apple og Google. Með honum voru Hrefna S. Briem, sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu og aðrir reynslumiklir leiðbeinendur. Á því þróuðu 112 hópar nemenda úr öllum deildum skólans nýsköpunarhugmyndir. Healie-hópurinn bar sigur úr býtum. Healie-hópurinn. Andri Snær Sævarsson (efst til vinstri), Ásgeir Ingi Valtýsson (efst til hægri), Arnar Ólafsson (neðst til vinstri), Anný Hermannsdóttir ( neðst til hægri), Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir (litla myndin neðst í hægra horninu). Í lok námskeiðsins voru fjórar bestu hugmyndirnar valdar en þær þurfa að hafa verið útfærðar með góðri viðskiptaáætlun og notendaprófunum. Hópurinn í fyrsta sæti hlýtur að verðlaunum kr. 300.000.- sem nýta má til að þróa hugmyndina áfram, auk þess að hljóta Guðfinnuverðlaunin svokölluðu og verða fulltrúi HR í alþjóðlegri frumkvöðlakeppni háskólanema. 1. Sæti: App fyrir læknismeðferð Í fyrsta sæti árið 2020 var nemendahópurinn á bak við Healie, hugbúnað sem tekur saman mikilvæga þætti í sjúkdómsmeðferð og heldur t.d. utan um lyf, einkenni, mataræði, svefn, hreyfingu og lífsmörk. Hægt er að tengja hugbúnaðinn við snjalltæki eins og heilsuúr og fá þannig enn betri raungögn. 2. sæti: Styttri skjátíma barna Í öðru sæti var forritið Geisli fyrir snjalltæki og leikjatölvur þar sem foreldrar geta sett fram verkefni fyrir börnin sín hvort sem það eru heimilisstörf, heimaverkefni eða önnur verkefni. Geisli takmarkar virkni tækja þar til að barnið klárar verkefni dagsins og að launum fær það ákveðið magn af skjátíma til afþreyingar. 3. sæti: Betri endurvinnsluílát fyrir heimilin Í þriðja sæti var hópurinn á bak við Gaia sem settu fram nýja lausn fyrir flokkun á heimilum. Hjá Gaia pantar viðskiptavinurinn fyrsta flokks endurvinnslutunnur eftir sínum þörfum sem passar fyrir heimilið, neyslu þess og rými til afnota. Hægt er að stækka „endurvinnsluhornið” í gegnum vef fyrirtækisins og bæta endurvinnslueiningum við þá tunnu sem er til fyrir. 4. sæti: Iðnvottuð NFC pilla á vinnuvélar sem má lesa með farsíma eða spjaldtölvu Hópurinn í fjórða sæti þróaði hugmynd að UteamUP Horizon, forriti sem sameinar mikilvæga verkferla til að halda vélbúnaði í hámarks nýtingu, lágmarka bilanatíma og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi. Það sem UteamUp bætir við önnur viðhaldsforrit er m.a. iðnvottuð NFC pilla sem er fest á vélina og lesin af IOS eða Android með síma eða spjaldtölvu. Viðhaldsaðilar hafa þannig auðvelt aðgengi að margskonar upplýsingum um viðkomandi tæki, svo sem rafmagns- og varahlutateikningar, fyrirliggjandi viðhaldsbeiðnir, áætlað viðhald og lagerstöðu fyrir viðkomandi varahluti
Skóla - og menntamál Nýsköpun Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira