Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 18:30 Manninum var gert að greiða 800.000 króna miskabætur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda. Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda.
Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira