Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 21:24 Vigdís Hauksdóttir var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira