Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 08:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir of mikla orku hafa farið í hnútuköst í kjaradeilunni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent