Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 13:00 Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 en þarna tekur Hörður Björgvin Magnússon utan um hann á leikvanginum í Rostov-on-Don. EPA-EFE/SHAWN Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira