Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Kjartan Kjartansson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. mars 2020 11:13 Hermenn kanna vegabréf farþega á aðaljárnbrautarstöðinni í Mílanó. Ströngum ferðatakmörkunum hefur verið komið á í landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Antonio Calanni Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára. Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sérfræðingar í sóttvörnum og lýðheilsu lýsa efasemdum um að ákvörðun ítalskra stjórnvalda um að leggja á ferða- og samkomubann á allt landið vegna kórónuveirunnar sé sjálfbært og að það muni hamla útbreiðslu veirunnar. Aðgerðir Ítala eru sagðar einar þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í heiminum í hálfa öld. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í gærkvöldi um hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig verður samkomu-og ferðabann sem hefur verið í gildi á landinu norðanverðu útvíkkað og mun nú gilda um landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax í dag. Í aðgerðunum felst að Ítölum verður eingöngu heimilt að ferðast á milli staða ef um alvarleg vinnutengt mál eru að ræða eða heilsutengt neyðartilfelli. Yfirvöld hafa nú biðlað til einkarekinna fyrirtækja að gefa starfsfólki leyfi til 3. apríl. Sjá einnig: Algert ferða- og samkomubann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Skólastarfi, á öllum námsstigum hefur verið aflýst. Allar menningarstofnanir, á borð við söfn og kvikmyndahús, verða lokaðar en trúarstofnanir verða áfram opnar almenningi sé það tryggt að minnst einn metri verði ávallt á milli fólks. Trúarathafnir hafa aftur á móti verið bannaðar. Aðgerðirnar eru afar íþyngjandi en á Ítalíu búa um sextíu milljónir manna. Ákvörðun stjórnvalda er talin til marks um alvarleika stöðunnar en 9.172 hafa greinst með veiruna á Ítalíu og 463 látið lífið vegna hennar. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt við að það sligast vegna álags. Conte sagði að aðgerðunum væri ætlað að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Tölfræðin sýndi að tíminn væri á þrotum og að róttækra aðgerða væri þörf. Rómarbúi kemur að læstum dyrum í verslun sem var lokað í varúðarskyni vegna kórónuveirunnar í gær.AP/Roberto Monaldo/LaPresse Ekki sjálfbært til lengri tíma litið Ekki eru þó allir sannfærðir um að aðgerðir ítalskra stjórnvalda eigi eftir að skila árangri. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við vara meðal annars við því að svo róttækar aðgerðir geti sligað efnahag Ítalíu og skapað þreytu vegna viðbúnaðarins hjá almenningi. „Þetta verður langvinnur faraldur og grípa þarf til viðeigandi ráðstafana á réttum tíma til að hámarka áhrifin, hjálpa að tryggja að farið sé eftir þeim og lágmarka efnahagslegan og félagslegan kostnað. Þessar aðgerðir hafa sennilega skammtímaáhrif. Hins vegar, ef það er ekki hægt að viðhalda þeim til lengri tíma er líklegt að það eina sem þær geri verði að seinka faraldrinum um stund,“ segir John Edmunds, prófessor við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í London. Francois Balloux, prófessor við University College í London, tekur í svipaðan streng. Markmiðið með aðgerðum sem þessum sé að hafa stjórn á útbreiðslu farsóttarinnar og tryggja að sjúkrahús ráði við fjölda sjúklinga. „Mögulegi ábatinn er augljós en slíkar aðgerðir eru greiðar dýru verði fyrir einstaklinga, samfélög og hagkerfið. Það er heldur ekki sjálfbært að halda sóttkví á landsvísu í gildi mjög lengi,“ segir Balloux. Sjúkraliði í hlífðarbúningi vegna kórónuveirunnar fyrir utan bráðadeild sjúkrahús í Cremona á Norður-Ítalíu.AP/Claudio Furlan/Lapresse Líkt við stríðsástand Ekkert bendir til þess að útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum sé í rénun á Ítalíu þrátt fyrir að fyrsti einstaklingurinn sem greindist með veiruna þar í febrúar hafi nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Tilfellum fjölgar svo hratt á Norður-Ítalíu að læknar þar líkja ástandinu við það þegar forgangsraða þurfti sjúklingum á stríðstímum og ákveða þurfti hver lifði, hver dæi og hver fengi pláss á gjörgæslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig hefur Svæfingar- og bráðalækningasamband Ítalíu gefið út siðferðislegar ráðleggingar í fimmtán liðum fyrir lækna sem þurfa að ákveða hvaða sjúklinga eigi að leggja inn á gjörgæsludeild á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur og skortur er á plássum. Læknum er þar ráðlagt að líta til aldurs sjúklinga og líkanna á að þeir lifi af, ekki aðeins til þess hver leitar sér fyrst aðstoðar. Héraðsstjórnin í Langbarðalandi reynir nú að bæta við rýmum á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa með því að breyta skurðstofum og sjúkrastofum í einangrunardeildir fyrir á fimmta hundrað manns sem eru þungt haldnir af sjúkdómnum. Ekki er víst að það hrökkvi til. Massimo Galli, yfirmaður sóttvarna hjá Sacco-sjúkrahúsinu í Mílanó, bendir á að fjöldi smita sem greindust í Langbarðalandi í síðustu viku sé sambærilegur við þau sem greindust í Wuhan í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum, seint í janúar. Dánartíðnin af völdum veirunnar hefur verið hærri á Ítalíu en annars staðar í heiminum. Á landsvísu er hún 5% en 6% í Langbarðalandi. Í öðrum löndum hafa um 3-4% þeirra sem smitast látið lífið. Giovanni Rezza, yfirmaður sóttvarna hjá Heilbrigðisstofnun Ítalíu, rekur það til þess að ítalska þjóðin sé sú elsta í heiminum á eftir Japönum. Miðgildisaldur þeirra sem hafa látist á Ítalíu sé áttatíu ára.
Wuhan-veiran Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33 Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 16:33
Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena. 9. mars 2020 16:18