Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:20 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12
Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06