„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2020 19:07 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. Aðaleigendur Samherja framseldu nánast allan hlut sinn í félaginu til barna sinna í vikunni. Þar með fengu börn Þorsteins Más Baldvinssonar 43% hlut og börn Kristins Vilhelmssonar 41,5% hlut í félaginu. Tilfærslan var blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Eignir metnar 105 milljarða króna á núverandi gengi Í síðasta ársreikning félagsins frá árinu 2018 kemur fram að eignir samstæðunnar voru sem samsvarar um 105 milljarða íslenskra króna reiknað á gengi dagsins en félagið gerir upp í evrum. Taka þarf fram að evran hefur styrkst mikið síðustu mánuði. Rekstrartekjur námu um 50 milljörðum íslenskra króna, hagnaður var um 10 milljarða og eigið fé um 70 milljarða. Þá voru aflaheimildir metnar á um 23 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í ársreikningi um aflaheimildir að: Samstæðan hefur fjárfest í veiðiréttindum og aflaheimildum með ýmsum hætti, svo sem með öflun réttinda með veiðireynslu í nýjum tegundum, fjárfestingu í útgerðarfélögum og fiskiskipum, auk beinna fjárfestinga í framseljanlegum veiðiheimildum. Keyptar aflaheimildir og veiðiréttindi eru eignfærð við kaup en áunnin veiðiréttindi í formi veiðireynslu eru gjaldfærð á meðal útgerðarkostnaðar í rekstrarreikningi. Upplýsingar um aflahlutdeild útgerða frá Fiskistofu.Vísir/Hafsteinn Þá kemur fram í ársreikningi um aflaheimildir: Niðurstaðan var að endurheimtanlegt verð aflaheimilda var hærra en bókfært verð þeirra. Fyrirtækið ræður nú yfir 7% aflahlutdeilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á land í því tilliti. Það samsvarar tæplega 30.500 þorskígildistonnum af um 453 þúsund þorskígildistonnum. Mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. 2018. Vísir/Hafsteinn Segir málið endurspegla stórgallað kvótakerfi með óheftu framsal Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar telur óeðlilegt að hægt sé að framselja kvótann milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi nú gert. „Þetta endurspeglar auðvitað stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali, þetta er alveg úr takti við hagsmuni almennings eða sjávarbyggða í landinu. Það er bara ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða, “segir Lilja. Hún gagnrýnir einnig að útgerðir greiði aðeins einu sinni fyrir kvótann. „Greiðslan á svo að duga um aldur og ævi milli kynslóða sem er auðvitað bara fáranlegt. Það er svo mikilvægt að koma auðlindarákvæði inn í stjórnarskrá og gera breytingar á þessu gallaða kvótakerfi sem felst í þessu framsali., segir Lilja. Telur að það þurfi að tímabinda veiðiréttinn Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sat í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi árið 2017. Hann telur að það þurfi að setja þurfi 20-25 ára tímamörk á yfirráðarétt á kvóta. „Þetta minnir menn á að það þarf að ljúka sáttinni um þjóðareignina. Það sem þarf að gerast er að tillögur auðlindanefndarinnar sem Jóhannes Nordal fór fyrir þurfa að ná fram að ganga. Þar kom fram að mikilvægt væri að tímabinda veiðiréttinn . Þá tel ég æskilegt að stærstu útgerðafyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað og þau allra stærstu þurfa að vera í dreifðri eignaraðild. Ákvæði um það þyrfti að koma inn í lögin,“ segir Þorsteinn. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhaldi ójöfnuði Málið var rætt á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka sagði mikilvægt að stjórnvöld bregðist þegar við. „Það þurfa að koma til auknar skatttekjur frá fólki og fyrirtækjum sem eru aflögufær. Hér þarf að innleiða auðlegðarskatt þannig að fólk sem á hundruði milljóna eða milljarða í hreina eign leggi meira til samfélagsins. Við þurfum að styrkja fjármagnstekjuskatt, þrepaskipta honum og tenja hann við arðgreiðslur. Þá má umbylta erfðafjárskatti. Frkear en að hafa lága prósentu þarf að þrepaskipta honum rækilega og setja ofurþrep á ofurarf. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhalda ójöfnuði og stéttarskiptingu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld var villa í grafík varðandi mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. Rétt grafík er í Vísisútgáfu. Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. Aðaleigendur Samherja framseldu nánast allan hlut sinn í félaginu til barna sinna í vikunni. Þar með fengu börn Þorsteins Más Baldvinssonar 43% hlut og börn Kristins Vilhelmssonar 41,5% hlut í félaginu. Tilfærslan var blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Eignir metnar 105 milljarða króna á núverandi gengi Í síðasta ársreikning félagsins frá árinu 2018 kemur fram að eignir samstæðunnar voru sem samsvarar um 105 milljarða íslenskra króna reiknað á gengi dagsins en félagið gerir upp í evrum. Taka þarf fram að evran hefur styrkst mikið síðustu mánuði. Rekstrartekjur námu um 50 milljörðum íslenskra króna, hagnaður var um 10 milljarða og eigið fé um 70 milljarða. Þá voru aflaheimildir metnar á um 23 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í ársreikningi um aflaheimildir að: Samstæðan hefur fjárfest í veiðiréttindum og aflaheimildum með ýmsum hætti, svo sem með öflun réttinda með veiðireynslu í nýjum tegundum, fjárfestingu í útgerðarfélögum og fiskiskipum, auk beinna fjárfestinga í framseljanlegum veiðiheimildum. Keyptar aflaheimildir og veiðiréttindi eru eignfærð við kaup en áunnin veiðiréttindi í formi veiðireynslu eru gjaldfærð á meðal útgerðarkostnaðar í rekstrarreikningi. Upplýsingar um aflahlutdeild útgerða frá Fiskistofu.Vísir/Hafsteinn Þá kemur fram í ársreikningi um aflaheimildir: Niðurstaðan var að endurheimtanlegt verð aflaheimilda var hærra en bókfært verð þeirra. Fyrirtækið ræður nú yfir 7% aflahlutdeilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á land í því tilliti. Það samsvarar tæplega 30.500 þorskígildistonnum af um 453 þúsund þorskígildistonnum. Mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. 2018. Vísir/Hafsteinn Segir málið endurspegla stórgallað kvótakerfi með óheftu framsal Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar telur óeðlilegt að hægt sé að framselja kvótann milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi nú gert. „Þetta endurspeglar auðvitað stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali, þetta er alveg úr takti við hagsmuni almennings eða sjávarbyggða í landinu. Það er bara ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða, “segir Lilja. Hún gagnrýnir einnig að útgerðir greiði aðeins einu sinni fyrir kvótann. „Greiðslan á svo að duga um aldur og ævi milli kynslóða sem er auðvitað bara fáranlegt. Það er svo mikilvægt að koma auðlindarákvæði inn í stjórnarskrá og gera breytingar á þessu gallaða kvótakerfi sem felst í þessu framsali., segir Lilja. Telur að það þurfi að tímabinda veiðiréttinn Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sat í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi árið 2017. Hann telur að það þurfi að setja þurfi 20-25 ára tímamörk á yfirráðarétt á kvóta. „Þetta minnir menn á að það þarf að ljúka sáttinni um þjóðareignina. Það sem þarf að gerast er að tillögur auðlindanefndarinnar sem Jóhannes Nordal fór fyrir þurfa að ná fram að ganga. Þar kom fram að mikilvægt væri að tímabinda veiðiréttinn . Þá tel ég æskilegt að stærstu útgerðafyrirtækin séu skráð á hlutabréfamarkað og þau allra stærstu þurfa að vera í dreifðri eignaraðild. Ákvæði um það þyrfti að koma inn í lögin,“ segir Þorsteinn. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhaldi ójöfnuði Málið var rætt á Alþingi í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka sagði mikilvægt að stjórnvöld bregðist þegar við. „Það þurfa að koma til auknar skatttekjur frá fólki og fyrirtækjum sem eru aflögufær. Hér þarf að innleiða auðlegðarskatt þannig að fólk sem á hundruði milljóna eða milljarða í hreina eign leggi meira til samfélagsins. Við þurfum að styrkja fjármagnstekjuskatt, þrepaskipta honum og tenja hann við arðgreiðslur. Þá má umbylta erfðafjárskatti. Frkear en að hafa lága prósentu þarf að þrepaskipta honum rækilega og setja ofurþrep á ofurarf. Risavaxnar eignatilfærslur milli kynslóða viðhalda ójöfnuði og stéttarskiptingu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld var villa í grafík varðandi mat á aflaheimildum í ársreikningi Samherja hf. Rétt grafík er í Vísisútgáfu.
Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41