Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2020 20:13 Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes. Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes.
Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent