Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:58 Klopp glaður. vísir/getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira