Innlent

Lífs­kjara­samningnum sagt upp standi stjórn­völd ekki við gefin fyrir­heit

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að verðlagsþróun í landinu ógni einnig Lífskjarasamningnum.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að verðlagsþróun í landinu ógni einnig Lífskjarasamningnum. Vísir/Vilhelm

Lífskjarasamningnum verður sagt upp ef stjórnvöld standa ekki við fyrirheit í húsnæðismálum.

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Morgunblaðinu í dag. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn.

Ragnar Þór bendir á að nú sé langt liðið á aprílmánuð og það stefni í að ríkisstjórnin muni ekki afgreiða frumvörp um fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum.

Hann segir frumvörpin vera tilbúin, það hafi tekið eitt og hálft ár að vinna þau en að málin hafi ekki einu sinni verið lögð fram á þingi. Hann staðhæfir að samningurinn sé fallinn af hálfu VR verði málin ekki afgreidd.

Ragnar Þór bendir á að verðlagsþróun hér á landi ógni líka Lífskjarasamningnum. Hann segir ljóst að á næstu misserum muni verðlag hækka um tugi prósenta. Kaupmáttarhluti samningsins sé því í algjöru uppnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×