Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2020 16:49 Samningarnefnd Icelandair í deilunni við flugfreyjur kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara Vísir/Vilhelm Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. „Þrátt fyrir ríkan samningsvilja FFÍ og ítrekuð móttilboð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga,“ segir í yfirlýsingu FFÍ. Þar kemur fram að tilboð Icelandair á mánudaginn hafi verið keimlíkt því sem áður hafi verið hafnað með skýrri afstöðu félagsmanna FFÍ. Samninganefnd FFÍ hafi lagt fram móttilboð í dag, 20. maí og gerii sér fulla grein fyrir alvarleika stöðunnar sem nú er uppi. Samningar náist ekki með afarkostum „Á undanförnum vikum hefur samninganefnd FFÍ ítrekað lagt fram tilboð til að koma til móts við fyrirtækið af fullri einlægni og með eindreginn samningsvilja. Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni,“ segir í yfirlýsingunni. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á fundi í deilunni.Vísir/Vilhelm Niðurstaða við samningaborð í kjaradeilu náist ekki með afarkostum frá öðrum aðilanum, heldur í samtali á jafnræðisgrundvelli. „FFÍ neitar að láta hræðsluáróður forsvarsmanna Icelandair beygja félagsmenn í duftið. FFÍ hefur ríkan stuðning norrænu- og evrópsku flutningamannasamtakanna og íslenska verkalýðshreyfingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launafólk á Íslandi.“ FFÍ ítrekar samningsvilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá viðsemjendum, „sem því miður fara fram með einhliða yfirlýsingar og minni samningsvilja en gefið er í skyn á opinberum vettvangi“. Mikil vonbrigði segir Bogi Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina á þriðja tímanum þar sem það sagði ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mikil vonbrigði að samningar hafi ekki náðst.Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 29 milljarða króna söfnun „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Samningarnefnd flugfreyja naut stuðnings félagsmanna þegar nefndin kom til fundar hjá Ríkissáttasemjara á dögunum.Vísir/Vilhelm Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Icelandair hefur náð samningum við Félag atvinnuflugmanna og sömuleiðis flugvirkja. Flugvirkjar samþykktu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddu kjaradeiluna í Reykjavík síðdegis í dag. Icelandair Kjaramál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. „Þrátt fyrir ríkan samningsvilja FFÍ og ítrekuð móttilboð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga,“ segir í yfirlýsingu FFÍ. Þar kemur fram að tilboð Icelandair á mánudaginn hafi verið keimlíkt því sem áður hafi verið hafnað með skýrri afstöðu félagsmanna FFÍ. Samninganefnd FFÍ hafi lagt fram móttilboð í dag, 20. maí og gerii sér fulla grein fyrir alvarleika stöðunnar sem nú er uppi. Samningar náist ekki með afarkostum „Á undanförnum vikum hefur samninganefnd FFÍ ítrekað lagt fram tilboð til að koma til móts við fyrirtækið af fullri einlægni og með eindreginn samningsvilja. Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni,“ segir í yfirlýsingunni. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari á fundi í deilunni.Vísir/Vilhelm Niðurstaða við samningaborð í kjaradeilu náist ekki með afarkostum frá öðrum aðilanum, heldur í samtali á jafnræðisgrundvelli. „FFÍ neitar að láta hræðsluáróður forsvarsmanna Icelandair beygja félagsmenn í duftið. FFÍ hefur ríkan stuðning norrænu- og evrópsku flutningamannasamtakanna og íslenska verkalýðshreyfingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launafólk á Íslandi.“ FFÍ ítrekar samningsvilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá viðsemjendum, „sem því miður fara fram með einhliða yfirlýsingar og minni samningsvilja en gefið er í skyn á opinberum vettvangi“. Mikil vonbrigði segir Bogi Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina á þriðja tímanum þar sem það sagði ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mikil vonbrigði að samningar hafi ekki náðst.Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 29 milljarða króna söfnun „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Samningarnefnd flugfreyja naut stuðnings félagsmanna þegar nefndin kom til fundar hjá Ríkissáttasemjara á dögunum.Vísir/Vilhelm Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Icelandair hefur náð samningum við Félag atvinnuflugmanna og sömuleiðis flugvirkja. Flugvirkjar samþykktu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður FFÍ og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddu kjaradeiluna í Reykjavík síðdegis í dag.
Icelandair Kjaramál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira