Hertum aðgerðum aflétt í Eyjum frá og með mánudegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2020 09:19 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hertum reglum um samkomubann sem verið hafa í gildi í Vestmannaeyjum frá 21. mars verður aflétt frá og með næsta mánudegi. Ekkert smit hefur greinst í eyjunni frá 6. apríl. Þetta kom fram í máli Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún fór yfir stöðuna í Vestmannaeyjum. Eyjaskeggjar hafa ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum en þar hafa alls 103 greinst með veiruna. Var því gripið til þess ráðs þann 21. mars að herða samkomubannið þannig að það miðaði við 10 manns, í stað 20. Á sunnudaginn munu þessar harðari reglur renna sitt skeið á enda og munu Vestmannaeyingar því búa við sömu reglur og flestir aðrir landsmenn frá og með næstkomandi mánudegi. „Við höfum farið í harðari viðbrögð til þess að stemma í stigu við hana og það hefur ekki greinst smit hérna frá 6. apríl þannig að við höfum tekið mjög hart á þessu,“ sagði Íris. Einnig var rætt um stöðuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Sóttvarnarlæknir hefur gefið til kynna að fjöldi fólks á fjöldasamkomum verði takmarkaður við tvö þúsund gesti út águst, þó ekki hafi verið tekið nein ákvörðun um slíkt. Ljóst er að slíkar takmarkanir myndu hafa veruleg áhrif á Þjóðhátíðina, sem og margar aðrar sumarhátíðir. Sagði Íris í Bítinu að ekki væri tímabært að taka ákvörðun um hvort Þjóðhátíð yrði haldin eða ekki en að skipuleggjendur hátíðarinnar og bæjaryfirvöld myndu fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda í hvívetna. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hertum reglum um samkomubann sem verið hafa í gildi í Vestmannaeyjum frá 21. mars verður aflétt frá og með næsta mánudegi. Ekkert smit hefur greinst í eyjunni frá 6. apríl. Þetta kom fram í máli Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún fór yfir stöðuna í Vestmannaeyjum. Eyjaskeggjar hafa ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum en þar hafa alls 103 greinst með veiruna. Var því gripið til þess ráðs þann 21. mars að herða samkomubannið þannig að það miðaði við 10 manns, í stað 20. Á sunnudaginn munu þessar harðari reglur renna sitt skeið á enda og munu Vestmannaeyingar því búa við sömu reglur og flestir aðrir landsmenn frá og með næstkomandi mánudegi. „Við höfum farið í harðari viðbrögð til þess að stemma í stigu við hana og það hefur ekki greinst smit hérna frá 6. apríl þannig að við höfum tekið mjög hart á þessu,“ sagði Íris. Einnig var rætt um stöðuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Sóttvarnarlæknir hefur gefið til kynna að fjöldi fólks á fjöldasamkomum verði takmarkaður við tvö þúsund gesti út águst, þó ekki hafi verið tekið nein ákvörðun um slíkt. Ljóst er að slíkar takmarkanir myndu hafa veruleg áhrif á Þjóðhátíðina, sem og margar aðrar sumarhátíðir. Sagði Íris í Bítinu að ekki væri tímabært að taka ákvörðun um hvort Þjóðhátíð yrði haldin eða ekki en að skipuleggjendur hátíðarinnar og bæjaryfirvöld myndu fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda í hvívetna.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira