Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 23:25 Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. EPA/JIM LO SCALZO Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira