Hvað eru Messi og félagar eiginlega að drekka? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 23:00 Lionel Messi er án efa í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma. Getty/Quality Sport Images Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira
Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira